laugardagur, febrúar 12

Jæja gott fólk (ef einhver er að lesa).....

Þá er tölvusnillingurinn sjálfur óðum að flytja sig yfir á nýja síðu!

http://blog.central.is/marthakristin

og ég lofa að ég vera duglegri að skrifa!

sunnudagur, janúar 16

Jæja.... var að prófa breytt útlit og ég rústaði alveg síðunni!!! KATRÍN - þú verður að bjarga mér núna...!

Uppgjör ársins!!

Janúar: Eins og vanalega þá segir maður í byrjun árs; ég ætla að verða betri manneskja þetta árið en það síðasta! Gengur það upp?? Hver veit!!
En allavega, þá byrjaði nýja árið auðvitað heima í sælunni! Fór svo suður, ákveðin í því að skella mér í líffræði í Háskólanum, fór inná námsráðgjöf, sá kynningar bækling fyrir Uppeldis- og menntunarfræði og skráði mig í það, eftir 5 mínútna umhugsun og símtal til mömmu :)
Ég og Kalli tókum okkur til og máluðum íbúðina, sem leit út eins og klippt út úr Hús og Hýbýli á eftir! Mánuðurinn leið. Já... svo byrjaði ég náttúrulega í Háskólakórnum.

Febrúar: Ég man nú ekki eftir neinu sérstöku sem átti sér stað í febrúar! Ætli lífið hafi ekki bara haldið áfram sinn vanagang, ég í skólanum og að vinna á Vínbarnum. Svo var náttúrulega hið árlega þorrablót Bolvíkingafélagsins í Reykjavík og nágrenni... alltaf stuð þar :)
En svo gerðist það í lok febrúar að ungur maður (sem ég hafði nú oft horft á!), vatt sér að mér og hóf upp rausn sína.... To be continued

Mars: Þann 2. mars fórum við Steina í partý til frænku hennar og ég og þessi ungi maður ákváðum að mæla okkur mót á skemmtistað síðar um kvöldið, hjartað var á fullu og eins og mín er von og vísa, þegar stressið segir til sín, fékk mín náttúrulega munnræpu, brosverki og roða í kynnarnar og þurrk í munninn!!! Svo leið partýið og allir fóru niðrí bæ, ég var svo frek að ég leiddi alla inná staðinn þar sem hittingurinn átti að eiga sér stað! OG ég og Steinar hittumst í fyrsta ?formlega? skiptið fyrir utan síma og tölvu, smullum saman eins og flís við rass, dönsuðum eins og brjálæðingar og skemmtum okkur alveg frábærlega!! Ég hugsa að ég eigi aldrei eftir að gleyma þessu kvöldi!! Ég meirað segja man í hverju ég var klædd og hvar ég var stödd á dansgólfinu þegar hann labbaði í áttina að mér!! Ekkert smá ?sikk? en er þetta ekki svona í bíómyndunum??
En nú tók við alveg yndislegur mánuður í kúri, vídeóglápi og sælu! Þangað til í lok mánaðarins að gamall eiturpinni skaut upp kollinum og fór að vera með leiðindi, mín litla sál fór þá í smá tætlur, en ég á svo yndislega að, foreldra, Steinar, ættingja og yndislega vini, að ég komst heil út úr þessu!!
Svo var árshátíð hjá Padeiu, rosa stuð og frábær mánuður! (fyrir utan frávik)

Apríl: Voru páskarnir ekki í apríl?? Annaðhvort þá eða í mars, man það ekki. En ég fór s.s. vestur á páskunum og skildi Steinar eftir í bænum. Naut þess auðvitað að hanga heima, liggja í sófanum og bara að vera HEIMA!! Kom svo aftur í bæinn og þá tók það sama við; skóli, vinna og sæla.. Fór í brúðkaup hjá Bogga vini Steina, kynntist vinum hans og fjölskyldunni, alveg frábært að kynnast góðu fólki!!!

Maí: Hefur maður ekki alltaf svolítið blendnar tilfinningar til þessa mánaðar? Prófin, en samt svo stutt í sumarfrí! Svona mánuður gleði, kvíða, tilhlökkunar og allra þessa blendnu tilfinninga sem mannskepnan er búin að búa sér til! En.. ég kláraði s.s. prófin, vissi að ég myndi ekki ná einu þeirra og var því svona semí sátt við önnina ? skólalega séð! Svo vildi svo skemmtilega til að háskólakórinn skellti sér til Slóveníu í söngferðalag (var búin að segja ferðasöguna). Þannig að þetta var viðburðaríkur mánuður, byrjaði að vinna á Caruso.

Júní: Var að vinna í þremur vinnum, s.s. á Caruso, að þrífa hjá Ellý og á Vínbarnum. Mánuðurinn fór að mestu í vinnu, en svo átti ég náttúrulega afmæli og bauð stelpunum heim í rosa veislu a?la Steini, alveg frábært!! Svo fórum við skötuhjú á ættarmót hjá móðurfjölskyldu hans ? alveg frábært og mér svo rosalega vel tekið!!!

Júlí: Hélt áfram að vinna eins og vitleysingur! Svo átti gamli kallinn nú afmæli, þrítugt unglamb! Og var haldið uppá það með stæl á Dillon. Man ekki hvort það var eitthvað fleira afgerandi sem gerðist þennan mánuð?

Ágúst: Hugsar maður ekki alltaf um verslunarmannahelgina þegar maður heyrir ágúst? En ég var að vinna á verslunarmannahelginni, bæði á Caruso og á Vínbarnum, vann eiginlega út í eitt þennan mánuðinn, en fór samt HEIM í heila 2 daga!! Því hún systir mín átti að vera með tónleika!
Svo í lok ágúst fer maður að hugsa um skólann, hann fer að byrja, er ég á réttri braut, hentar þetta nám mér, á ég að halda áfram eða á ég bara að fara að vinna? Og margar fleiri spurningar sem leita á mann!

September: Jæja, skólinn byrjar, ég held áfram að vinna á Caruso en ákveð að hætta á Vínbarnum. Alltaf brjálað að gera hjá Steina og við hittumst ekki mikið :(

Október: Allt í gangi þennan mánuðinn. Ég byrja að vinna á Café Operu og kvaddi með söknuði Caruso liðið!
Í einkalífinu var allt í maski! Mánuðurinn einkenndist af gráti!! ;( Við Steini hættum saman! Ég hvergi sátt með það, en ef því er ætlað að fara á þann veg, verður að hafa það og þýðir ekkert að grenja það endalaust!!!
En þó eru ljósir punktar í lífinu.. vonandi

Nóvember: Enn er hjartað í maski og sjálfsálitið í molum! Við tekur endalaust djamm ? flótti frá raunveruleikanum! Söknuður og einmanaleiki.

Desember: Ég seldi rúmið mitt og kannaði verð á rúmum á nokkrum stöðum... en þar sem ég er fátækur námsmaður hef ég eiginlega ekki efni á því að kaupa mér rúm svona allt í einu, en ég var svo heppin (eins og Dagga frænka sagði alltaf) að Ásrúnu frænku vantaði pössun fyrir rúmið sitt og ég er að geyma það og safna fyrir nýju á meðan. Lúxus :)
Próftíðin!!! Ekki mín besta próftíð, því ég var með hugan einhversstaðar annarsstaðar! Einbeitingin var lítil og ég var eiginlega að frumlesa allt fyrir próf og það veit nú aldrei á gott!!! Fyrsta prófið var kynjafræðin ? heimapróf sem gekk bara alveg ágætlega. Svo kom félagsfræðin.... ekki mitt besta próf ? þó þóttist ég hafa lesið, en ég hringdi í mömmu um leið og ég kom út úr prófinu og sagðist vera að fara í sumarpróf! Næsta próf var inngangur að uppeldis- og menntunarfræði, leið nú aðeins betur í því prófi. Ég var s.s. búin í prófunum 13. des, vann og fór svo heim 21. des. Rosalega gott að koma heim í sæluna J Jólin voru bara alveg rosalega fín, svona eins og jól eiga að vera!! Svo var farið á 2. í jólum ball inná Ísafjörð, svo komu áramótin og þá var líka borðaður góður matur og farið á 16 ára ball niðrí félagsheimili því Óshlíðin var ófær... þetta var nú alveg sæmilegt ball.. en samt svolítið sérstakt að vera að skemmta sér með krökkunum sem maður var að passa þegar maður var lítill!!! Svo var náttúrulega bara allt á kafi í snjó, allt ófært og ég þakkaði guði fyrir að ég hafi ekki farið á bílnum mínum vestur!!

Já.... svona var árið nokkurn veginn ? í stórum dráttum! Ég er alveg örugglega að gleyma fullt af atriðum! En það verður bara að hafa það.
Svo kom ég bara í bæinn á föstudaginn, því ég var fyrir vestan að kenna, 1. bekk, það var s.s. allt í lagi en ekkert sem ég ætla að leggja fyrir mig! Fór í vinnu á laugardaginn og á árshátíð hjá Hard Rock með Jórunni. Árshátíðin byrjaði kl. 22:00, en við komum ekki þangað fyrr en rúml. 1 því við þurftum að spjalla svo mikið :) Djammaði svo fram á morgun og dansaði frá mér allt vit!!
Já, og svo var ég að kaupa mér sófa, loksins á ég minn eigin sófa!!

Ég veit nú ekki alveg hvernig þetta ár verður!! Það verður bara að koma í ljós... en eins og ég sagði í byrjun ætlar maður alltaf að verða betri á nýju ári og er þetta ár engin undantekning! En ég er allavega búin að ákveða eitt ? að núna er það ÉG sem geng fyrir, hætta að hugsa um alla aðra fyrst og hætta að láta einhverja stráka rugla í hausnum á mér!!!

Verður mottó ársins ekki bara: Ég um mig frá mér til mín?

laugardagur, nóvember 6

Bara alltaf að skrifa núna . . . .

Ég var nú ekkert lítið pirruð núna á fimmtudaginn! Var niðrá Bókhlöðu að ná mér í heimildir fyrir ritgerðina mína. Var búin að vera í einhverja 3 klukkutíma og búin að ljósrita fjöldan allan af greinum, svo fann ég ekki Salamanca yfirlýsinguna, sem átti að vera uppí hillu (allavega stóð það í Gegni), nema bara hvað, að ég fór náttúrulega að afgreiðsluborðinu og ætlaði að biðja um hjálp! Fyrir það fyrsta, þurfti ég að bíða í 15 - 20 mínútur því gellan var í símanum! Svo þurfti hún aðeins að skreppa frá, svo loksins kom að mér! Þá fór hún í gegni og fann Salamanca en á öðru númeri en sú bók sem ég hafði fundið, og sú bók var niðrí geymslu! Þá benti ég henni vinsamlega á það að þetta væri ekki sama bók og ég hafði fundið, og afthveru hún væri ekki uppí hillu eins og hún ætti að vera... og hún hélt bara áfram að röfla um að þessi bók væri niðrí geymslu og ég þyrfti að tala við afgreiðsluna niðri til að fá hana og blablabla! Svo var önnur bók sem mig vantaði, sem var í útláni en átti að skilast í júní, og ég spurði hvort þau hringdu ekki inn bækur sem væri trassað að skila, þá sagði hún að þau niðri gerðu það! Hvað er málið? Þetta er Háskólabókasafnið og þau eru með einhvern útlending í afgreiðslunni sem skilur ekki mælt mál og kann ekki á kerfið!!!!!! ARRRRGG! Ég er alveg á móti því að vera með útlendinga í vinnu, sérstaklega í afgreiðslu, ekkert mál að vera með þá bak við uppþvottavélina þar sem þeir þurfa ekki að gera sig skiljanlega við kúnnana! En að vera með hálftalandi fólk í afgreiðslu - finnst mér bara út í hött!! Og hana nú!
Firehair 1
Annars er bara lítið að frétta! Byrjaði formlega á óperu á fimmtudaginn... það er nú frekar lítið að gera þar! En s.s. allt í lagi.
Fór svo í gær með Jórunni suðreftir að hlusta á Vax. Dóri verslunarstjóri í BT er í þeirri hljómsveit, og þeir eru bara mjög góðir! Spila svona gamalt breskt rokk - rosa stuð og ég hvet alla sem hafa gaman af rokki að kíkja á þá!!
Svo er ég nú svo vinsæl, að síminn hefur varla stoppað í dag!!! Byrjaði þannig að Nonni hringir og skellir á, þá hringir Þórir og ég er s.s. að fara að vinna á Óperu í kvöld, svo hringir Elva en hún var aðeins of sein, svo hringir Nonni aftur og var ferlega fúll!!! Ég sagði honum að honum væri nú bara nær að hafa skellt á, annars hefði hann náð mér!
Munur að vera svona vinsæl
Bow Down Wave

En nóg í bili..
Over and out - Roger -
ha Roger - já Roger
nei Martha
hehehhíihíhí
Laugh


mánudagur, nóvember 1

Hvað segirðu Katrín? Nennirðu ekki lengur að lesa um þessa guðdómlegu ýsu sem ég borðaði hjá Maríu? Smile

Jæja þá! Ég veit að ég hef ekkert skrifað hérna inná lengi!!! Veit eiginlega ekki hvað ég á að skrifa!
En ég fór vestur um daginn... fyrir ca. 2 vikum síðan og var alveg heila helgi! Mjög fínt!
Svo var hún mamma mín að útskrifast, enn einu sinni, núna 23. október, og auðvitað gerði kella það vel og var með 1. einkunn!!! Ekki að spyrja að því Nerd

En það er komið smá babb í bátinn og mér er ekki búið að líða neitt rosalega vel uppá síðkastið! But life has it's ups and downs! og nú tekur vonandi bjartara við!
Svo er alveg brjálað að gera í skólanum! Búin að vera í verkefnaskilum uppá hverja einustu viku undanfarið. Þarf t.d. að skila uppkasti af ritgerð núna á föstudaginn, á mánudaginn þarf ég að skila 10 bls skýrslu um launamun kynjanna. Pæliði í því, 10 bls um launamun kynjanna, come on!!! Launamunur kynjanna er staðreynd og ég held að hann eigi ekki eftir að jafnast út fyrr en í fyrsta lagi eftir ca 30 ár! Þessi kynjafræði er alveg að gera mig vitlausa, endalaust verið að tala um konur þetta og konur hitt... En enn einu sinni... Karlar og konur eru eðlislega ólík, munurinn liggur ekki í félagsgerðinni heldur líkamanum og því er ekki hægt að breyta! Svo ef við tölum aðeins um launamuninn.... kynin geta bara ekki unnið sömu störfin eins og það er bara staðreynd, svo fyrir utan það að karlar eru búnir að vera miklu lengur en konur á bæði vinnumarkaðinum og í menntakerfinu og þess vegna eru þeir komnir framar en konur!! Feministar: sættið ykkur við þetta!!!!
En, svo við snúum okkur nú að öðru!!! Ég vann síðustu vaktina mína á Caruso á laugardaginn... fékk auðvitað súkkulaðiköku :) Fórum svo á svakalegt djamm (carusoliðið), kíktum fyrst á bar Bianco... það var nú meira ruglið! Strákarnir voru klæddir úr úlpunum því það er "dresscode" á staðnum! svo löbbuðum við einn hring og aftur út.. það er ekki einu sinni dansgólf þarna!!! Þannig að við löbbuðum bara uppá 22 og skemmtum okkur mjög vel þar og fórum ekki þaðan fyrr en seint og um síðir! Svo var bara afslöppun í gær... lá í sófanum frá því ég kom heim af djamminu og þangað til um fimmleytið þegar ég sá að ég varð að fara á fætur og sækja bílinn! En það er svo þægilegt að vera í sófanum þessa dagana því nú er hægt að horfa svo mikið á sjónvarpið því það er allt óruglað!!! Þvílíkur lúxus!!!
Svo núna... er bara lærdómsvika dauðans... finna heimildir fyrir ritgerðina... finna heimildir fyrir launamunsskýrsluna og byrja svo að vinna á Operu á miðvikudaginn!

Þetta eru þó einhver skrif.... bið að heilsa í bili


mánudagur, október 4

mmmm..............

Ég var í mat hjá Maríu áðan og fékk ALVÖRU mat... í fyrsta skiptið síðan ég veit ekki hvenær! Það var s.s. soðin ýsa með kartöflum og tilheyrandi og grjónagrautur á eftir.. borðaði alveg á mig gat og þetta var alveg rosalega gott :)
Takk fyrir mig :)

Fór í bíó í gær með Katrínu, fórum á Dodgeball, alveg hreint brillíant mynd, fáránleg en hrikalega fyndin atriði, mæli eindregið að fólk kíki á hana!!
Svo er komið í ljós að ég fer að vinna á Óperu, verð reyndar út mánuðinn á Caruso. Ætla aðeins að minnka við mig vinnuna, bara vinna tvo daga í viku, held það sé nú eiginlega alveg nóg því ég verð víst að reyna að læra eitthvað líka. Er einmitt að fara í próf á föstudaginn í næstu viku!!! :(
Fór reyndar ekkert í vinnu núna á helginni því ég er búin að vera lasin... með hor dauðans og kvef frá helvíti!! Er reyndar aðeins slöpp ennþá en vona að þetta fari nú að fara úr mér! Og auðvitað þegar ég er veik, verð ég svolítið ofvirk!!! Þreif alla íbúðina á laugardagsnóttina :) og einhvern tímann í sumar þegar við Steini vorum bæði veik, þá bónaði ég gólfin!!! Held að það sé alveg óhætt að segja að ég sé hálfgeðveik... ætti kannski að fara að leita mér hjálpar við þessu?

Sjálfskaparvíti!
En svo er ég í alveg hrikalegum vandræðum!!! Aldrei slíku vant... veit ég ekkert hvað ég vil og veit ekkert hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór!!! En eftir miklar samræður við Katrínu í gær og við Maríu í kvöld... þá er ég eiginlega alveg 100% á því að ég verð að drífa mig aftur í tónlistina!!!! Ég held að það sé eiginlega ekki um neitt annað að ræða þegar mig dreymir varla um annað!
Mig vantar eiginlega smá hjálp núna.... hver vill segja mér hvað ég á að gera? :)
Og afhverju í ósköpunum getur maður ekki verið svolítið kærulaus og segja bara: æi... þetta reddast allt saman! Afhverju þarf maður alltaf að hafa öryggi og fast land undir fótunum?
Hvað er málið?
Er þetta bara ég eða eru fleiri í þessum sporum?
Afhverju í ósköpunum þarf lísgæðakapphlaupið að vera svona erfitt og afhverju þarf allt að kosta svona mikla peninga?
Mig langar t.d. (eins og fyrridaginn) alveg rosalega mikið að kaupa mér piano... en til þess þarf ég í minnsta lagi að eiga 200 þúsund krónur! Og mér er bara ómögulegt að spara og búa í Reykjavík og vera í skóla!!! Svo er nú, reynar fyrir löngu, komið að því að ég þarf að kaupa mér nýtt rúm!!! og það kostar bara alveg hrikalega mikinn pening! Þetta er alveg óþolandi ástand!
Hvað á maður að gera..... ég get ekki hætt í skóla því ég verð að læra eitthvað, get ekki farið í tónlistarskóla því þá þarf ég að eiga piano, get ekki keypt mér rúm því þá þarf ég að eiga pening, get ekki þetta og get ekki hitt því því því .......................
EN nóg um væl... það hlýtur að vera einhver ljós punkur í lífinu ?

Ég vil minna fólk á að skrifa í gestabókina... því það virðist vera að einhver sé að lesa þetta væl í mér... :)
Ciao

fimmtudagur, september 23

Allt að verða brjálað...

Jæja, nú er skólinn byrjaður fyrir alvöru og alvara lífsins tekin við!!!
En mín er nú ekki alveg komin í nógu góðan lærdómsgír og er strax orðin á eftir!!! :(
Er að fara að skila ritgerð í næstu viku í kynjafræði, reyndar mjög auðvelt, heimildaritgerð um einhvern feminista og bara 3 blaðsíður... hálfgert djók! En samt er rosalega mikill lestur í gangi og hlutapróf í innganginum 15. okt. Þannig að nú er djammið hætt og lesturinn tekinn við!
Ég veit ekki ennþá hvar ég fer eiginlega að vinna! Annað hvort á Óperu eða Enricos, langar eiginlega frekar á Enricos til að vera með Elvu og Guddu, en yfirþjóninn vill endilega fá mig á Óperu, þannig að ég er alveg í hnút, svo er líka búið að bjóða mér að koma á Hótel Sögu, þannig að ég er í algjöru rugli, kann ekki að segja nei og vill heldur ekki segja já!!! Ekkert smá erfitt!!! Þannig að, ef einhver er atvinnulaus, þá vorkenni ég honum/henni ekkert!! Það er sko meira en nóg framboð af vinnu fyrir fólk!
Jæja, svo er hún Steina mín nú loksins farin aftur til Ítalíu! Við vinkonurnar kvöddum hana einmitt á laugardaginn síðasta, fórum saman út að borða á Tapas, til Steina míns :) (ég kom náttúrulega of seint því aldrei slíku vant var ég að vinna), fórum svo aðeins út á lífið, bara rosalega fínt, en ég get nú ekki neitað því að maður á örugglega eitthvað eftir að sakna hennar. Svo er þessi vinkonu hópur svo mikil snilld!!! Lentum í rosalegum og heitum þjóðfélagsumræðum og m.a. um verkfallið.... reyndi nú bara að halda mér á mottunni þar, því auðvitað hefur fólk eins margar og mismunandi skoðanir og það er margt!
Best að fara að lesa eitthvað og reyna að sýna smá lit í lærdómnum... Bið að heilsa að sinni... hef vonandi eitthvað skemmtilegt að segja í næstu viku eftir næsta kynjafræðitíma :)

mánudagur, september 6

Þetta er nú algjör snilld hvað ég er dugleg að skrifa inná þetta blogg mitt!
En enginn kvartar þannig að mér er alveg sama!

Ég byrjaði í skólanum á miðvikudaginn (1.sept) og líst bara nokkuð vel á, er bara með alveg ágætis stundatöflu, er reyndar til 5 á mánudögum, frí á þriðjudögum og hina dagana bara til hádegis, þannig að ég held ég geti nú ekki kvartað mikið :)
En ég er s.s. áfram í uppeldis- og menntunarfræðinni! Er að taka 17 einingar, inngang að uppeldis og menntunarfræði, vinnulag í uppeldis og menntunarfræði, inngang að kynjafræði og svo klassískar kenningar í félagsfræði... allt mikill lestur!
Annars er ekkert voðalega mikið að frétta af mér, er bara í einni vinnu núna, á caruso og verð kannski áfram þar í vetur, allavega var það planið en það breytist mjög líklega og verður vonandi komið í ljós um miðjan mánuðinn.
Svo er nú litli bróðir minn fluttur til Danmerkur! Ég er ekkert smá stolt af honum! Hann komst inní háskólann í Óðinsvé og inní stjórnmálafræðideildina, það voru bara 16 eða 18 manns teknir inn og hann eini íslendingurinn!!!! Þannig að ég er eina barnið heima á Íslandi....
Svo voru mamma og pabbi og Sigrún hjá mér á helginni, því það var minningarathöfn um hana Oddný, yndislegustu frænku mína, í gær.

Hafiði einhverntímann spáð mikið í dauðann?
Við Steina vorum að tala um þetta núna um daginn, hvað fólk væri alltaf hrætt við að deyja og hrætt almennt við dauðann. En er það ekki bara ósköp eðlilegt að vera hræddur eða bara að vera illa við tilhugsunina að einhver sé að kveðja þennan heim og maður fær aldrei að umgangast eða hitta þá manneskju aftur? Ég held það allavega!

En ég ætla nú ekki að fara að koma með mínar pælingar um dauðann hér á almannafæri og ekki að fara að tala mikið um niðurdrepandi málefni!

En ég var í tíma í dag sem heitir: Inngangur að kynjafræði. Frekar áhugaverður kúrs, reyndar bara annar tíminn þannig að þetta er ekki alveg farið í gang. En við vorum s.s. að tala um grein eftir Friðrik Erlings sem heitir: Hvað er svona merkilegt við það að vera kvenmaður? Þetta er ansi viðkvæmt málefni fyrir marga, en persónulega er ég svo mikið á móti öllu þessu kvenréttindakjaftæði að það pirrar mig þegar einhver minnist á rauðsokkurnar og fleira í þeim dúr. Mín skoðun er bara sú að það verður aldrei fullkomið jafnrétti því karlar og konur eru af sitthvoru kyninu og þ.a.l. geta þau aldrei staðið jafnfætis í öllu!!! Og talandi um launajafnrétti, auðvitað eiga kynin að fá sömu laun fyrir sömu vinnu svo framarlega sem þau eru jafnhæf, en þegar verið er að ráða konur framyfir karla til að jafna út kynjahlutfall í fyrirtækjum finnst mér út í hött! Og hvernig er eiginlega hægt að fullyrða að einhver sé hæfari en einhver annar? Er þá bara tekið tillit til menntunar... æi þetta er svo mikið rugl og hægt að þvæla endalaust um þetta... Ef við viljum jafnrétti verðum við að mætast á miðri leið, karlar og konur, en ekki reyna bara að lyfta konum uppá stallinn til karlanna!!! Svo var einmitt annað sem við ræddum í tímanum, að öllum strákum er hleypt inní kennó því það vantar svo stráka í þetta fag.! afhverju eru þá launin ekki hækkuð og starfið gert aðeins meira aðlaðandi til að fá fleiri inní greinina, eða eru konur kannski bara betri kennarar en karlar... það er eitt í viðbót :)
Og hvað er svona merkilegt við það að vera kvenmaður??? Ég veit það ekki, allavega finnst mér ég ekkert merkilegri en strákarnir, ég held bara að það mesta sem við höfum fram yfir karlpeninginn er það að við fæðum nýtt líf í þennan heim... en það líf myndi aldrei kvikna ef við hefðum karlana ekki! Þannig að erum við ekki bara alveg jafnmerkileg og jafnmikilvæg? Ég á svo eftir að fussa og sveija í vetur að ég finn alveg að það er strax farið að sjóða aðeins í mér.. hehe
Nóg um raus...

Mín skoðun með Mörthu kveður að sinni :)