laugardagur, janúar 31

Fullt af stuði :)

� fimmtudaginn hélt ég fyrirlestur í skólanum með tveimur öðrum stelpum og gekk bara ok. Svo fór ég í kringluna og ætlaði að kaupa mér stígvélin sem mig langaði svo í, en það var lán í óláni að þau voru ekki til í nógu litlu númeri :(
Svo í gær var vísindaferðin - MJÖG gaman... kynntist alveg fullt af nýju fólki þannig að ég get kannski talað við einhvern í skólanum :) fórum fyrst í Landsvirkjun og fengum þar kynningu á fyrirtækinu og svo var boðið uppá bjór og snittur, svo fórum við á pizza 67 og fengum okkur að borða, upphaflega planið var að fara á Tapasbarinn en vorum svikin um tilboðið þannig að við enduðum á 67, svo var kíkt á Pravda, þar var vökupartý og frír bjór! svo kíktum við á Hverfisbarinn - þar sem ég var engan veginn að fýla mig... þetta er þvílíki kjötmarkaðurinn og ég held ég sé bara orðin of gömul fyrir þetta ;) svo var kíkt aftur á Pravda og svo fór ég á Dubliners, þar var bara fínt - ég að fýla mig með gamla fólkinu :) svo var mín bara stillt stelpa og komin heim fyrir 4 :)
Og bara eiginlega ekkert slöpp í dag :)

miðvikudagur, janúar 28

bara alveg ágætis dagur...

þetta er bara búinn að vera alveg hreint ágætis dagur í dag! hann byrjaði á því að fara uppí Odda kl 10 að hitta stelpur sem ég var að gera verkefni með í Fjölskyldur í númtímasamfélagi, og það gekk líka bara svona vel og svo á morgun eigum við að flytja það í tíma... sjáum til hvernig það gengur... svo fór ég í verslunarleiðangur fyrir múttu og keypti á hana þvílíkt flott föt - mamma mín er svo mikil gella :) en auðvitað þurfti ég sjálf að kaupa mér eitthvað, þó ég hafi nú kannski ekki alveg efni á því - fátækur námsmaður!!! en ég keypti mér gallapils, tvo boli, leðurhanska... svo sá ég GE�VEIK stígvél í bossanova (held hún heiti það)... nema hvað að þau kostuðu rúm 18 þúsund!!! ég þurfti að naga fingurna á mér af þeim og hlaupa út úr búðinni! V�! maður verður bara að vera duglegur að spara í febrúar og fara svo og kaupa þau!!!
en hvað um það... þvílíki langi skóladagurinn á morgun, frá 8 til 5!! svo kóræfing! svo er bara frí í skólanum á föstudaginn og V�SÓ!!

mánudagur, janúar 26

jæja...

nú gerast undur og stórmerki sem og fyrri daginn... maður er bara mættur í bloggheiminn, manneskja sem sagði; ég ætla sko aldrei að fá mér svona blogg! en svo bregðast krosstré sem önnur tré! og er ég bara mætt hingað með hugleiðingar mínar :)
...allt sem þú lest er lygi...