mánudagur, mars 15

Jahérna... það er bara komin pressa á mann að skrifa inná þetta dót !! KATRÍN!!!!
Ok... það er margt og mikið búið að gerast í mínu lífi síðan ég skrifaði síðast! Rosalega gaman og krúttlegt! Förum ekkert nánar út í það - mamma veit hvað ég er að tala um
En allavega... þá var árshátíð hjá mér á laugardaginn, hún var haldin á Þjóðleikhúskjallaranum, fínn matur, geðveikt Mr. Bean atriði, happdrætti - ég fékk engan vinning!! Svo var ball - Alveg rosalega fínt og ég skemmti mér alveg rosalega vel... Steina og Sigurborg komu og líka Steinar!!! og það var dansað alveg út í eitt og ég er með svakalegar blöðrur á hælunum!!! En mín er svo stillt að ég var komin heim um fjögur..... En núna tekur ekkert voðalega skemmtilega vika við . . . er að fara í aðferðafræðipróf á laugardaginn kl 9, þannig að ég þarf víst að vera dugleg í vikunni og læra!!! svo þarf ég að fara að halda áfram með ritgerðina, viðtölin, Fjölsmiðjudæmið, kórinn, hugsa um hina ritgerðina osfrv... þannig að það er alveg nóg að gera!!!

Smá auglýsing
Háskólakórinn er að fara að halda tvenna tónleika á næstunni!!!
Þeir fyrstu verða á miðvikudaginn, hádegistóleikar í Norrænahúsinu.
Svo verða seinni tónleikarnir miðvikudaginn 31. mars kl. 20:00 í Langholtskirkju, þar verðum við ásamt Vox Academica, einsöngvara og hljómsveit... það eru svo sannarlega tónleikar sem enginn vill missa af!!! ef þið viljið miða í forsölu... endilega hafið samband við mig!

En ég held þetta sé nóg í bili.... ef þið viljið vita eitthvað meira... bara að spyrja

föstudagur, mars 5

Ég er búin að vera þvílíkt dugleg í dag

Vaknaði fyrir 10 í morgun, fór á pósthúsið (með skattadótið til pabba), fór niðrí Lín, í búðina, skipulagði bókhaldið, þreif íbúðina og setti í þvottavél! Þvílíkur dugnaðarforkur
Þannig að nú er bara komið að því að fara að læra - svo ég verði nú kannski ágætlega undirbúin fyrir prófið á næsta fimmtudag!!
En hafið þið pælt í því hvað það er erfitt og dýrt að vera kvenmaður!!! Það kemur alltaf í ljós þegar árshátíðatörnin byrjar... það þarf að fara í klippingu, kaupa kjól, kaupa skó, fara í ljós og allt mögulegt!!! Og ég er engin undantekning... er búin að vera í þvílíku fýlukasti síðustu daga því mig langar svo í ný föt og nýja skó - en þetta kostar því miður allt pening... og lottóvinningurinn lætur ekki sjá sig
Þannig að frjáls framlög eru vel þegin og velkomin :)

Smáauglýsingar:

- Ef einhver á píanó sem þarf að komast í geymslu og láta spila á sig, þá er pláss hjá mér :)
- Ef einhver á hjól sem hann er ekki að nota, þá skal ég passa það :)
- Ef einhver á eitthvað sem hann heldur að mig vanti... þá er ég með útrétta hönd :)

bið að heilsa í bili
minni á gestabókina... það er fullt af fólki búið að kíkja hingað inn og enginn kvittar... HVURSLAGS ER ÞETTA!!!

miðvikudagur, mars 3

bara að prófa broskallana... alltaf að læra eitthvað nýtt
Jæja, þá skrifa ég loksins inná þetta dót :)
Ég verð nú að minnast á það hvað ég á æðislega vinkonu!!! Hún Katrín mín er svo yndisleg! Ég var alveg búin að gefast uppá blogginu því það datt allt út af síðunni minni sem ég var búin að setja inn, nema bara hvað að það er Katrínu að þakka að síðan mín er orðin svona flott!!!
Katrín, þú ert BEST :)