miðvikudagur, apríl 28

Hvað er málið??

Ég get svo svarið fyrir það... ég held að ég sé með ein mestu fráhvarfseinkenni sem ég hef á ævinni vitað... og ef þetta eru ekki fráhvarfseinkenni þá veit ég ekki hvað í ósköpunum er að mér! Ég veit að ég er skrítin... en ...
Málið er að ég gat engan vegin sofnað í nótt... ég held að ástæðan hafi verið þessi fráhvarfseinkenni sem ég held ég sé með!!! Ég var í alla nótt að hugsa um öll lögin sem ég gleymdi að spila heima á páskunum... söng þau í hausnum og sá fyrir mér nóturnar... Ef þetta eru ekki fráhvarfseinkenni þá held ég að þetta sé einhver geðveila! Þetta væri kannski alveg skiljanlegt ef maður væri einhver rosa píanisti en ekki hobbyspilari eins og ég... kannski þetta sé að mig vantar eitthvað áhugamál... ég hef ekkert að gera (þegar ég nenni ekki að læra... eða þegar ég nenni að læra og þarf að taka mér pásu - þá verð ég að gera eitthvað (spila) annars fer ég að sofa)...
En svona er lífið, ég verð bara að halda áfram að raula inní mér - því enginn hefur enn boðið mér píanó


Bið að heilsa í bili... verð að fara að drífa af þessa ritgerð um fordóma svo ég geti farið að læra undir fjölskylduprófið og svo &#$% aðferðafræðina.
Knus og kram

þriðjudagur, apríl 20

Jæja gott fólk, þá er fríið búið og alvara lífsins tekin aftur við!
Bara tvær vikur í próf og stressið alveg að finna sér stað í maganum!!

En ég fór náttúrulega heim á páskunum og hafði það alveg hrikalega gott, borðaði mömmumat, drakk heilmikið kók og borðaði helling af nammi. En ég er svo mikill snillingur, það kemur ótrúlega oft fyrir að ég verð veik þegar kemur að hátíðum og fríi! og þessir páskar voru engin undantekning. Ég fór heim á föstudaginn langa og á fimmtudagskvöldinu fann ég alveg hvernig kvefið helltist yfir mig og þegar ég kom HEIM var ég náttúrulega orðin alveg fárveik! En var samt alveg hrikalega fegin að geta faðmað píanóið og við tvö smullum náttúrulega alveg saman eins og fyrri daginn! Ætlaði einmitt að fara í heimsókn til Katrínar eitt kvöldið... gleymdi mér aðeins inní stofu og kom ekki til hennar fyrr en að verða hálf eitt :)
Svo má náttúrulega ekki gleyma rokktónleikum aldarinnar á Ísó... við vinkonurnar kíktum og þetta var bara alveg meiriháttar!
Ég var ekki eins dugleg að læra og ég ætlaði mér í fríinu... ætlaði að klára ritgerðina (en gerði það ekki) - fór frekar inná bað og klippti á mér hárið ... það er bara ferlega flott... svo komum við mæðgurnar í bæinn á þriðjudaginn og ég rumpaði af þessari blessuðu ritgerð!
Svo er bara búið að vera brjálað að gera, vinna á Vínbarnum, vinna á Caruso, svo var kveðjupartý hjá Summa á Vínbarnum á sunnudaginn og í gær (mánudag) var svo árshátíð Vínbarsins... alveg hrikalega gaman. Við fórum uppí Hafnarfjörð og fórum á hestbak, lærðum línudansa (og auðvitað var ég best :)) og fengum svo að borða þar líka... svo var bara haldið niðrí bæ og komið snemma heim....
En nú verð ég víst að fara að læra..... svo ég nái nú þessum prófum!
Bið að heilsa í bili.

Minni enn og aftur á gestabókina (ef einhver er að lesa þetta röfl og rugl í mér)


fimmtudagur, apríl 8

Páskafrí

Jæja, þá er komið að því... ég er að fara HEIM á morgun! Vá, hvað það verður gott... reyndar þarf ég að vera alveg hrikalega dugleg og skrifa ritgerð! En auðvitað er maður svo klár að ég fer örugglega bara létt með það

Annars er þetta bara búin að vera alveg ágæt og stutt vika. Fór náttúrulega í brúðkaup á laugardaginn... við misstum reyndar af athöfninni því Steini var að baka fermingartertu, en við fórum í veisluna og það var bara mjög gaman, kynntist nýju fólki, borðaði rosalega fínan mat - skötusel í fyrsta skiptið og svo var bara dansað og haft gaman af lífinu.
Svo flutti ég viðtalsverkefnið mitt á þriðjudaginn og það gekk bara mjög vel, held ég.
Reyndar held ég að ég hafi ekki mikið meira að segja núna... nema bara..

GLEÐILEGA PÁSKA


föstudagur, apríl 2

JÆJA GOTT FÓLK... LOKSINS

Jæja þá skrifar maður loksins inná síðuna.
Þetta er nú ekki búin að vera skemmtilegasta vika lífs míns og það vita þeir sem standa mér næst! Tölum ekkert meira um það!!!
En allavega... mamma og pabbi, María, Kalli bróðir, Steinar og allir þeir sem eru búnir að vera alveg hrikalega góðir við mig og hafa stutt mig alveg rosalega vel í vikunni... Takk fyrir mig! Ég held ég kunni bara ekki nógu stórt orð sem getur lýst þakklæti mínu!
En þó eru til ljósir punktar í tilverunni og allt þetta fólk lýsir mann upp og gerir mann að betri mannsekju fyrir vikið!

Ég var að syngja á flottustu tónleikum sem ég held ég hafi sungið á, núna á miðvikudaginn!!! Háskólakórinn og Vox Academica héldu tónleika í Langholtskirkju og var kirkjan alveg troðin, rúmlega 500 manns!!! Við vorum að syngja Bach, Bernstein og Báru Grímsdóttur og vorum með 11 ára gamlan einsöngvara sem heillaði alla uppúr skónum, meirað segja þá hörðustu sem eru ekki mikið fyrir klassík!!! Þannig að þetta var alveg æðislegt, maður bara fékk kökk í hálsinn uppá sviði og allt!! Algjört æði!
Svo í dag mætti ég uppí Odda kl. 9:50 með alvöru súkkulaðikökuna sem Steinar bakaði fyrir mig, því Háskólakórinn var með kökusölu. Ég hélt ég væri orðin alltof sein, var ekki alveg að nenna að vakna því ég var að vinna til rúmlega 2 í nótt! En auðvitað mætti ég fyrst og þurfti að bíða eftir næsta manni til rúmlega 10!!!
Svo er ég að fara í brúðkaup á morgun, þekki eiginlega engan... hef þó reyndar hitt brúðgumann, þannig að þetta verður bara gaman....
Svo eru náttúrulega að koma páskar... og skólinn næstum búinn!!!!! Þannig að maður verður að fara að taka sig allverulega á í lærdómnum!! Þarf að skila viðtalsverkefni í næstu viku, ritgerð 15. apríl, annarri ritgerð 5. maí og svo eru prófin... og í þokkabót þarf maður víst að reyna að leita sér að einhverri vinnu í sumar!!!
Svo er ég að fara HEIM!!! Ég hlakka ekkert smá til, fer á föstudaginn langa og kem aftur í bæinn á þriðjudaginn (held ég).. ég sé alveg píanóið mitt í hyllingum!

Smáauglýsingar
...enn og aftur...
- Á einhver, eða veit einhver um einhvern sem þarf að losna við sófa...
- Á einhver, eða veit einhver um einhvern sem þarf að losna við píanó...
- Á einhver, eða veit einhver um einvhern sem þarf að losna við hjól...
- Veit einhver um einhvern sem þarf góðan starfskraft í sumar MIG

Jæja, bið að heilsa í bili...
Gleðilega páska