fimmtudagur, maí 27

Reykjavík, London, Feneyjar, Slóvenía.... osfrv...Jæja þá er ég komin heim úr alveg yndislegri ferð!!

... og ég ætla að reyna aðeins að segja ykkur ferðasöguna (í stuttu máli)

Dagur 1, miðv. 19. maí
Dæmið byrjaði þannig að við lögðum af stað frá HÍ kl 4 til Keflavíkur. Þaðan var flogið á Stansted í London og við þurftum að bíða þar í ca. 5 tíma, þvílíkt gott veður og við vorum bara hálfnakin úti í grasinu, góð byrjun!! Því næst flugum við með Ryanair til Feneyja... þvílíkt og annað eins... þá byrjaði mín aðeins að krumpast því ég átti að borga yfirvikt!!! Var með 20 kg, eins og er leyfilegt hjá öllum öðrum flugfélögum, en þarna má bara vera með 15 kg, þannig að ég tók snyrtitöskuna mína úr ferðatöskunni og mér var sleppt með 18 kg í gegn!!! En allavega, við komumst til Feneyja áfallalaust og þaðan strax uppí rútu sem fór með okkur til Ljubljana í Slóveníu... Eftir 23 tíma ferðalag var alveg æðislegt að komast inní herbergi og allir voru svo ánægðir því hótelið okkar var miklu flottara en við höfðum búist við, gerðum okkur réttara sagt engar vonir! Við vorum þrjár saman í herbergi með eigið klósett og eigin sturtu! Gerist það nokkuð betra ?


Dagur 2, fim. 20. maí
Þá byrjaði prógrammið kl. 10:30 með kóræfingu... en hún byrjaði reyndar ekki fyrr en miklu seinna því Tumi, kórstjórinn, svaf yfir sig!!! Svo var haldið í þessa líka svakalegu skoðunarferð. Fórum með strætó niðrí bæ og hittum "gædinn" okkar. Fórum um borgina og kynntumst sögunni og sáum bæði flottar og ljótar byggingar og fórum svo í svona litla dublólest (held það heiti það) og fórum uppá hæð í kastala.. mjög flottur! Svo var bara farið að borða og haft gaman um kvöldið :)

Dagur 3, fös. 21. maí
Eins og daginn áður byrjaði dagurinn á kóræfingu kl. 10:30, því Tumi svaf ekki yfir sig :) Svo var frjáls dagur!!! Þá fór ég, ásamt fleirum í "mollið" sem var bara heill bær af búðum, en við komumst ekki einu sinni yfir helminginn! Og auðvitað, með minni heppni, byrjuðum við (hópurinn sem ég fór með), í lélegustu byggingunni, búðirnar voru ekkert spes, keypti mér samt bakpoka (svo ég fengi ekki yfirvikt aftur), hlífar fyrir línuskauta, og nokkra boli... ætlaði auðvitað að spreða þvílíkt því allt er svo ódýrt, 1/3 af því sem það kostar hér heima!!! ...en vitið menn, ég fann náttúrulega enga skó og ekkert sem mér líkaði vel!!! :( En það var líka bara allt í lagi... fæ samt háan vísareikning!! Svo um kvöldið var kíkt í bæinn á skemmtistað sem við kölluðum stúdentakjallarann :)

Dagur 4, lau. 22. maí
Fórum á kóræfingu í kirkjunni sem tónleikarnir voru í kl. 11, þvílíkt flott kaþólsk kirkja sem var byggð 1614! Svo fengum við okkur að borða og skoðuðum steinabúð, ég keypti smá þar... ekki mikið! Svo voru tónleikarnir í kirkjunni kl 15:30, vorum svolítið stressuð um að enginn myndi koma... en vitið menn... það komu heilir 15 manns að hlusta á okkur :) þvílíkt fyndið! En tónleikarnir tókust alveg ótrúlega vel og allir voru ánægðir. Svo fórum við heim... sumir fóru niðrí bæ, en ég, Heiða og Bjartur vorum bara heima, fórum á æðislegan pizzastað, hann var 15 mín. í burtu frá hótelinu okkar og við löbbuðum í grenjandi rigningu, en maturinn bætti það allt upp. Ég fékk mér pizzu með lauk, jalepeno og nacho ostasósu.... hún var alveg þvílíkt góð!!!! Svo fórum við bara heim og sátum á barnum og spjölluðum.

Dagur 5, sun. 23. maí
Þetta var alveg rosalega langur og strangur dagur!!!
Hann byrjaði kl. 8:00 þegar lagt var af stað í rútu til að skoða dopasteinshella. Þeir voru reyndar alveg rosalega flottir og alveg frábært að sjá þetta. Svo fórum við líka að skoða annað náttúrufyrirbrigði... vatn sem kemur og fer.. alveg ótrúlegt, en það kemur í ljós á vorin og á sumrin hverfur það alveg og birtist svo aftur... (mig minnir a tímasetningin hafi verið svona). Svo var farið að fá sér að borða. Svo fórum við í enn einn kastalann... þessi var ekki alveg eins skemmtilegur og hinn... kannski af því að "gædinn" var svo áhugalaus og týndi meirað segja helmingnum af hópnum og sagði að þetta væri bara leiðinlegt!!! En þessi kastali var svona minjasafn frá stríðinu og einnig blúndusafn... reyndar var það svolítið fyndið að í þessu þorpi þar sem kastalinn var er enn haldin árleg blúndusamkeppni og ákveðin þemu eru fyrir hvert ár!!! SPES :) Svo var frjálst kvöld... en margir orðnir frekar slappir og þreyttir og meðal annars ég.... var bara heima og fór snemma að sofa!

Dagur 6, mán. 24. maí
Vaknaði kl 7 og fór í bæinn... síðasti séns að versla :) keypti mér æðislegt handmálað glasasett, flösku og kertastjaka í stíl! Var líka alveg hræódýrt, kostaði ca. 5000 ísl. Svo kl 14:00 var lagt af stað með rútu til Feneyja, þurftum reyndar svo (alveg óvænt) að taka bát líka því það varð víst smá misskilningur! Við vorum 3-4 tíma á leiðinni, fundum loksins hótelið og komum okkur fyrir, fórum svo að borða, og aldrei slíku vant fékk ég mér pizzu :) alveg hrikalega góð, röltum svo aðeins um bæinn og fórum heim.

Dagur 7, þrið. 25. maí
Frjáls dagur. Hrikalega gott veður og axlirnar á mér bera þess merki!!!! Fórum og skoðuðum Markúsartorgið en fórum reyndar ekki inní kirkjuna því það var þvílíkt löng röð og við höfðum bara þennan dag!!! Þannig að við röltum bara meira, fórum svo á gondóla, fengum okkur að borða og röltum meira... hrikalega flott þarna og rosalega gaman að vera þarna, en ég væri alveg til í að vera þarna miklu lengur og væri líka til í að vera hrikalega rík því þá gæti maður leyft sér að kíkja í búðirnar þarna, hrikalega flottar og öll flottustu merkin og rosalega flottir skór!!! Svo um kvöldið ákáðum við að fá okkur flott að borða, því maður er nú bara einu sinni í Feneyjum! Rosalega góður matur og bara allt alveg yndislegt og allir ánægðir... komum svo heim... aðeins við skál, fyrir 12 og fórum að pakka! og í rúmið!

Dagur 8, mið. 26. maí
Heimferð...
Vöknuðum fyrir 6 (4 að íslenskum tíma), því við áttum að leggja af stað á rútustöðuna, 15 mín gangur... með allan farangurinn og yfir 5 brýr... ég var gjörsamlega búin í öxlunum eftir þetta!! Svo fórum við í flug með Ryanair... og auðvitað... þótt ég væri með þvílíkt úttroðinn bakpoka þurfti ég að borga yfirvikt!!! en mér var alveg sama því ég var með 17 kg. Svo lentum við á Standsted og þurftum að bíða þar í ca 6-7 tíma, sumir fóru í bæinn, en aðrir ekki, ég nennti ekki því ég var alveg að drepast úr þreytu og lagði mig bara á bekk og kíki í búðir. Svo var farið með Iceland express HEIM!!! það var ekkert smá frábært að komast heim!

Þannig að ég held bara að ég sé alveg hrikalega sátt við þessa ferð og þetta var bara allt yndislegt og miklu betra en ég bjóst við, held bara að ég eigi eftir að lifa á þessu ansi lengi!!!

p.s. svo ætla ég að reyna að gera einvherja myndasíðu, var nefnilega með myndavélina hans Steina og tók hátt í 160 myndir!!!

þangað til næst

ciao bella

mánudagur, maí 17

Heimasíðan kom ekki inn.....
hún er hér (ég kann ekkert á þetta dót)


Kórinn til Slóveníu
Jamm og jæja


Jæja, þá eru bara 16 klukkutímar og 28 mínútur þangað til ég fer til Slóveníu

Svo á helginni var náttúrulega fermingarmótið hjá okkur í '80 árganginum, það var alveg þvílíkt gaman og ég held bara að allir hafi skemmt sér mjög vel. Auðvitað þurfti ég að gera mig að gellu fyrst og fara í klippingu til Guðlaugar, og þegar ég var að fara að leggja af stað til hennar þá opnaði ég náttúrulega bílhurðina í andlitið á mér og var alveg stokkbólgin og alveg viss um að ég fengi glóðurauga.. en það hefur sem betur fer ekki ennþá gerst, en ég er ennþá alveg helaum!!!
En svo ég segi nú aðeins frá fermningarmótinu :) Við byrjuðum kl. 16:00 heima hjá Örnu Dögg í fordrykk og hrikalega flottum pinnamat
sem maðurinn hennar útbjó, þar sögðu allir hvað þeir eru að gera osfrv... svo fórum við niðrá Vínbar og fengum þar mat... og Hjörtur var með gítarinn og bara þvílíkt stuð, svo fórum við á Nasa og skemmtum okkur bara öll rosalega vel

Já... svo veit ég bara eiginlega ekki hvað ég á að segja meira... er bara á fullu núna að þvo þvott og reyna að ákveða hvað ég á að taka með mér út...
Svo er hérna smá heimasíða um ferðina okkar: ">Kórinn til Slóveníumánudagur, maí 10

Jæja... nú eru þessi blessuðu próf búin (kláraði á föstudaginn)
Þannig að nú er ég bara með krosslagða fingur, því ég er svolítið hrædd um blessuðu aðferðafræðina :( En það kemur bara í ljós seinna ...
En síðasta vika var náttúrulega algjört hell!!! var að læra myrkranna á milli og svaf eiginlega ekkert, svo strax eftir prófið á föstudaginn fór ég að vinna ... hefði náttúrulega átt að vera í fríi :) þá hefði ég farið á árshátíð með Steina... en ég kíkti nú samt AÐEINS út eftir vinnu og svo var laugardagurinn bara í algjöru leti ... nema hvað að Steini rak mig fram úr rúminu og sagði mér að leggjast í sófann því hann var að fara að taka til :) Alvöru karlmaður sem ég náði mér í ;) Svo var bara vinna á laugardagskvöldið og farið svo heim að lúlla... svo á sunnudaginn var bara leti frameftir degi, kíktum aðeins í IKEA og fórum svo í lambahrygg til "tengdó" :)
En í dag er mánudagur og ég er búin að ganga frá öllum skólabókunum inní skáp og vona að ég þurfi ekki að opna þær aftur!!! Svo er ég að taka íbúðina í gegn... það var orðið alveg hrikalega skítugt og ógeðslegt, er eiginlega búin að þrífa allt, en mig langar eiginlega að taka skápana líka... geri það kannski í viknunni :)

En svo er það Slóvenía eftir 10 daga :)
:)
Fyrir þá sem ekki vita, þá er ég að fara í vikuferðalag með Háskólakórnum. Við förum núna 19. maí, fljúgum til London og þaðan til Feneyja, og þaðan til Slóveníu en þar verðum við í borg sem heitir Ljubliana... þar (held ég) eigum við að hitta einhvern kór og syngja eitthvað.. svo verður farið í skoðunarferð í Ljubliana og hellaferð líka, svo verðum við líka tvo daga í Feneyjum og þar verður eitthvað skoðað osfrv...
Segi ykkur meira þegar ég veit meira :)
En nóg í bili....
Minni á að ég á bráðum afmæli...
p.s. svo er fermingarpartý hjá '80 árgangnum úr Víkinni á laugardaginn og þar verður sko stuð :)
bið að heilsa... endilega kvittið í gestabókina :)

þriðjudagur, maí 4

Eitt búið og eitt eftir...

Jæja, þá er fyrsta prófið búið; fjölskyldur í nútímasamfélagi! Ég held að mér hafi bara gengið alveg ágætlega.. kem samt ekki með neinar yfirlýsingar fyrr en ég fæ einkunn! Allavega tókst mér að bulla einar 15 blaðsíður og er með hrikalegan krampa í hendinni og er að fá sigg á lillann...
En svo er helv.. aðferðafræðin eftir............. á föstudaginn!
Svo verður sko þrifið og tekið til á helginni, ég held að heimilið mitt hafi aldrei verið svona ógeðslegt

jæja, verð að halda áfram að læra!

p.s. 14 dagar í Slóveníu