miðvikudagur, júní 30

Jæja loksins !!

Jæja gott fólk (ef einhver er að lesa), það er nú ansi langt síðan ég hef skrifað inná þessa blessuðu síðu mína!!
En hvað hef ég eiginlega verið að gera síðan ég kom heim frá útlandinu?
hmmmm.....
Ég hef eiginlega verið að vinna bara útí eitt! Ég er s.s. í þremur vinnum, vinn fastar vaktir á Caruso, aðrahvora helgi á Vínbarnum og svo er ég að þrífa hjá Ellý á virkum dögum. Þannig að það er nóg að gera.
Skólinn gekk svona lalala.... náði ekki helv. aðferðafræðinni - en ég bjóst svo sem alveg við því, það gengur bara betur næst.
Svo fór ég á ættarmót á síðustu helgi með honum Steina mínum, ótrúlega fyndið, þekkti náttúrulega engan - en samt gaman. Svo átti ég náttúrulega afmæli í síðustu viku og stelpurnar komu í heimsókn og það var bara alveg frábært, rosalega flott - Steini eldaði :)
Annars er bara lítið annað að frétta!!!

En svo er ég búin að vera svo dugleg!! Búin að búa til myndasíðu
Þannig að nú geta allir kíkt á myndir :)

Bið að heilsa í bili