miðvikudagur, júlí 28

Jæja, ég er nú ekki alveg sú duglegasta í blogginu...
 
En það er í raun ekkert merkilegt að frétta af mér, er bara að vinna og vinna!!!
Fór reyndar vestur í síðustu viku, alltof stutt!!! Hitti engan nema náttúrulega fjölskylduna og pianóið :) og var bara í einn og hálfan sólahring þannig að það var alveg rosalega gott að koma heim og slappa aðeins af. Sigrún systir ætlaði að vera með tónleika á fimmtudagskvöldinu en frestaði þeim fram á laugardag því hún var fárveik greyið! Þannig að ég missti af þeim :( en þeir tókust víst vel og vel sóttir þannig að það var gott.
Svo átti hann Steinar minn afmæli um daginn... orðinn þrítugur kallinn :) og það var haldið uppá það með stæl á Dillon um daginn, mjög gaman.
Annars er bara mest lítið að frétta, ég byrja í skólanum 1. sept, meirað segja búin að fá stundatöflu!!!! Svo á bara eftir að koma í ljós hvar ég verð að vinna í vetur, er með þrjú tilboð í gangi... þannig að það verður bara að koma í ljós hver býður best :)
 
Bið að heilsa í bili