fimmtudagur, september 23

Allt að verða brjálað...

Jæja, nú er skólinn byrjaður fyrir alvöru og alvara lífsins tekin við!!!
En mín er nú ekki alveg komin í nógu góðan lærdómsgír og er strax orðin á eftir!!! :(
Er að fara að skila ritgerð í næstu viku í kynjafræði, reyndar mjög auðvelt, heimildaritgerð um einhvern feminista og bara 3 blaðsíður... hálfgert djók! En samt er rosalega mikill lestur í gangi og hlutapróf í innganginum 15. okt. Þannig að nú er djammið hætt og lesturinn tekinn við!
Ég veit ekki ennþá hvar ég fer eiginlega að vinna! Annað hvort á Óperu eða Enricos, langar eiginlega frekar á Enricos til að vera með Elvu og Guddu, en yfirþjóninn vill endilega fá mig á Óperu, þannig að ég er alveg í hnút, svo er líka búið að bjóða mér að koma á Hótel Sögu, þannig að ég er í algjöru rugli, kann ekki að segja nei og vill heldur ekki segja já!!! Ekkert smá erfitt!!! Þannig að, ef einhver er atvinnulaus, þá vorkenni ég honum/henni ekkert!! Það er sko meira en nóg framboð af vinnu fyrir fólk!
Jæja, svo er hún Steina mín nú loksins farin aftur til Ítalíu! Við vinkonurnar kvöddum hana einmitt á laugardaginn síðasta, fórum saman út að borða á Tapas, til Steina míns :) (ég kom náttúrulega of seint því aldrei slíku vant var ég að vinna), fórum svo aðeins út á lífið, bara rosalega fínt, en ég get nú ekki neitað því að maður á örugglega eitthvað eftir að sakna hennar. Svo er þessi vinkonu hópur svo mikil snilld!!! Lentum í rosalegum og heitum þjóðfélagsumræðum og m.a. um verkfallið.... reyndi nú bara að halda mér á mottunni þar, því auðvitað hefur fólk eins margar og mismunandi skoðanir og það er margt!
Best að fara að lesa eitthvað og reyna að sýna smá lit í lærdómnum... Bið að heilsa að sinni... hef vonandi eitthvað skemmtilegt að segja í næstu viku eftir næsta kynjafræðitíma :)

mánudagur, september 6

Þetta er nú algjör snilld hvað ég er dugleg að skrifa inná þetta blogg mitt!
En enginn kvartar þannig að mér er alveg sama!

Ég byrjaði í skólanum á miðvikudaginn (1.sept) og líst bara nokkuð vel á, er bara með alveg ágætis stundatöflu, er reyndar til 5 á mánudögum, frí á þriðjudögum og hina dagana bara til hádegis, þannig að ég held ég geti nú ekki kvartað mikið :)
En ég er s.s. áfram í uppeldis- og menntunarfræðinni! Er að taka 17 einingar, inngang að uppeldis og menntunarfræði, vinnulag í uppeldis og menntunarfræði, inngang að kynjafræði og svo klassískar kenningar í félagsfræði... allt mikill lestur!
Annars er ekkert voðalega mikið að frétta af mér, er bara í einni vinnu núna, á caruso og verð kannski áfram þar í vetur, allavega var það planið en það breytist mjög líklega og verður vonandi komið í ljós um miðjan mánuðinn.
Svo er nú litli bróðir minn fluttur til Danmerkur! Ég er ekkert smá stolt af honum! Hann komst inní háskólann í Óðinsvé og inní stjórnmálafræðideildina, það voru bara 16 eða 18 manns teknir inn og hann eini íslendingurinn!!!! Þannig að ég er eina barnið heima á Íslandi....
Svo voru mamma og pabbi og Sigrún hjá mér á helginni, því það var minningarathöfn um hana Oddný, yndislegustu frænku mína, í gær.

Hafiði einhverntímann spáð mikið í dauðann?
Við Steina vorum að tala um þetta núna um daginn, hvað fólk væri alltaf hrætt við að deyja og hrætt almennt við dauðann. En er það ekki bara ósköp eðlilegt að vera hræddur eða bara að vera illa við tilhugsunina að einhver sé að kveðja þennan heim og maður fær aldrei að umgangast eða hitta þá manneskju aftur? Ég held það allavega!

En ég ætla nú ekki að fara að koma með mínar pælingar um dauðann hér á almannafæri og ekki að fara að tala mikið um niðurdrepandi málefni!

En ég var í tíma í dag sem heitir: Inngangur að kynjafræði. Frekar áhugaverður kúrs, reyndar bara annar tíminn þannig að þetta er ekki alveg farið í gang. En við vorum s.s. að tala um grein eftir Friðrik Erlings sem heitir: Hvað er svona merkilegt við það að vera kvenmaður? Þetta er ansi viðkvæmt málefni fyrir marga, en persónulega er ég svo mikið á móti öllu þessu kvenréttindakjaftæði að það pirrar mig þegar einhver minnist á rauðsokkurnar og fleira í þeim dúr. Mín skoðun er bara sú að það verður aldrei fullkomið jafnrétti því karlar og konur eru af sitthvoru kyninu og þ.a.l. geta þau aldrei staðið jafnfætis í öllu!!! Og talandi um launajafnrétti, auðvitað eiga kynin að fá sömu laun fyrir sömu vinnu svo framarlega sem þau eru jafnhæf, en þegar verið er að ráða konur framyfir karla til að jafna út kynjahlutfall í fyrirtækjum finnst mér út í hött! Og hvernig er eiginlega hægt að fullyrða að einhver sé hæfari en einhver annar? Er þá bara tekið tillit til menntunar... æi þetta er svo mikið rugl og hægt að þvæla endalaust um þetta... Ef við viljum jafnrétti verðum við að mætast á miðri leið, karlar og konur, en ekki reyna bara að lyfta konum uppá stallinn til karlanna!!! Svo var einmitt annað sem við ræddum í tímanum, að öllum strákum er hleypt inní kennó því það vantar svo stráka í þetta fag.! afhverju eru þá launin ekki hækkuð og starfið gert aðeins meira aðlaðandi til að fá fleiri inní greinina, eða eru konur kannski bara betri kennarar en karlar... það er eitt í viðbót :)
Og hvað er svona merkilegt við það að vera kvenmaður??? Ég veit það ekki, allavega finnst mér ég ekkert merkilegri en strákarnir, ég held bara að það mesta sem við höfum fram yfir karlpeninginn er það að við fæðum nýtt líf í þennan heim... en það líf myndi aldrei kvikna ef við hefðum karlana ekki! Þannig að erum við ekki bara alveg jafnmerkileg og jafnmikilvæg? Ég á svo eftir að fussa og sveija í vetur að ég finn alveg að það er strax farið að sjóða aðeins í mér.. hehe
Nóg um raus...

Mín skoðun með Mörthu kveður að sinni :)