mánudagur, október 4

mmmm..............

Ég var í mat hjá Maríu áðan og fékk ALVÖRU mat... í fyrsta skiptið síðan ég veit ekki hvenær! Það var s.s. soðin ýsa með kartöflum og tilheyrandi og grjónagrautur á eftir.. borðaði alveg á mig gat og þetta var alveg rosalega gott :)
Takk fyrir mig :)

Fór í bíó í gær með Katrínu, fórum á Dodgeball, alveg hreint brillíant mynd, fáránleg en hrikalega fyndin atriði, mæli eindregið að fólk kíki á hana!!
Svo er komið í ljós að ég fer að vinna á Óperu, verð reyndar út mánuðinn á Caruso. Ætla aðeins að minnka við mig vinnuna, bara vinna tvo daga í viku, held það sé nú eiginlega alveg nóg því ég verð víst að reyna að læra eitthvað líka. Er einmitt að fara í próf á föstudaginn í næstu viku!!! :(
Fór reyndar ekkert í vinnu núna á helginni því ég er búin að vera lasin... með hor dauðans og kvef frá helvíti!! Er reyndar aðeins slöpp ennþá en vona að þetta fari nú að fara úr mér! Og auðvitað þegar ég er veik, verð ég svolítið ofvirk!!! Þreif alla íbúðina á laugardagsnóttina :) og einhvern tímann í sumar þegar við Steini vorum bæði veik, þá bónaði ég gólfin!!! Held að það sé alveg óhætt að segja að ég sé hálfgeðveik... ætti kannski að fara að leita mér hjálpar við þessu?

Sjálfskaparvíti!
En svo er ég í alveg hrikalegum vandræðum!!! Aldrei slíku vant... veit ég ekkert hvað ég vil og veit ekkert hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór!!! En eftir miklar samræður við Katrínu í gær og við Maríu í kvöld... þá er ég eiginlega alveg 100% á því að ég verð að drífa mig aftur í tónlistina!!!! Ég held að það sé eiginlega ekki um neitt annað að ræða þegar mig dreymir varla um annað!
Mig vantar eiginlega smá hjálp núna.... hver vill segja mér hvað ég á að gera? :)
Og afhverju í ósköpunum getur maður ekki verið svolítið kærulaus og segja bara: æi... þetta reddast allt saman! Afhverju þarf maður alltaf að hafa öryggi og fast land undir fótunum?
Hvað er málið?
Er þetta bara ég eða eru fleiri í þessum sporum?
Afhverju í ósköpunum þarf lísgæðakapphlaupið að vera svona erfitt og afhverju þarf allt að kosta svona mikla peninga?
Mig langar t.d. (eins og fyrridaginn) alveg rosalega mikið að kaupa mér piano... en til þess þarf ég í minnsta lagi að eiga 200 þúsund krónur! Og mér er bara ómögulegt að spara og búa í Reykjavík og vera í skóla!!! Svo er nú, reynar fyrir löngu, komið að því að ég þarf að kaupa mér nýtt rúm!!! og það kostar bara alveg hrikalega mikinn pening! Þetta er alveg óþolandi ástand!
Hvað á maður að gera..... ég get ekki hætt í skóla því ég verð að læra eitthvað, get ekki farið í tónlistarskóla því þá þarf ég að eiga piano, get ekki keypt mér rúm því þá þarf ég að eiga pening, get ekki þetta og get ekki hitt því því því .......................
EN nóg um væl... það hlýtur að vera einhver ljós punkur í lífinu ?

Ég vil minna fólk á að skrifa í gestabókina... því það virðist vera að einhver sé að lesa þetta væl í mér... :)
Ciao