laugardagur, nóvember 6

Bara alltaf að skrifa núna . . . .

Ég var nú ekkert lítið pirruð núna á fimmtudaginn! Var niðrá Bókhlöðu að ná mér í heimildir fyrir ritgerðina mína. Var búin að vera í einhverja 3 klukkutíma og búin að ljósrita fjöldan allan af greinum, svo fann ég ekki Salamanca yfirlýsinguna, sem átti að vera uppí hillu (allavega stóð það í Gegni), nema bara hvað, að ég fór náttúrulega að afgreiðsluborðinu og ætlaði að biðja um hjálp! Fyrir það fyrsta, þurfti ég að bíða í 15 - 20 mínútur því gellan var í símanum! Svo þurfti hún aðeins að skreppa frá, svo loksins kom að mér! Þá fór hún í gegni og fann Salamanca en á öðru númeri en sú bók sem ég hafði fundið, og sú bók var niðrí geymslu! Þá benti ég henni vinsamlega á það að þetta væri ekki sama bók og ég hafði fundið, og afthveru hún væri ekki uppí hillu eins og hún ætti að vera... og hún hélt bara áfram að röfla um að þessi bók væri niðrí geymslu og ég þyrfti að tala við afgreiðsluna niðri til að fá hana og blablabla! Svo var önnur bók sem mig vantaði, sem var í útláni en átti að skilast í júní, og ég spurði hvort þau hringdu ekki inn bækur sem væri trassað að skila, þá sagði hún að þau niðri gerðu það! Hvað er málið? Þetta er Háskólabókasafnið og þau eru með einhvern útlending í afgreiðslunni sem skilur ekki mælt mál og kann ekki á kerfið!!!!!! ARRRRGG! Ég er alveg á móti því að vera með útlendinga í vinnu, sérstaklega í afgreiðslu, ekkert mál að vera með þá bak við uppþvottavélina þar sem þeir þurfa ekki að gera sig skiljanlega við kúnnana! En að vera með hálftalandi fólk í afgreiðslu - finnst mér bara út í hött!! Og hana nú!
Firehair 1
Annars er bara lítið að frétta! Byrjaði formlega á óperu á fimmtudaginn... það er nú frekar lítið að gera þar! En s.s. allt í lagi.
Fór svo í gær með Jórunni suðreftir að hlusta á Vax. Dóri verslunarstjóri í BT er í þeirri hljómsveit, og þeir eru bara mjög góðir! Spila svona gamalt breskt rokk - rosa stuð og ég hvet alla sem hafa gaman af rokki að kíkja á þá!!
Svo er ég nú svo vinsæl, að síminn hefur varla stoppað í dag!!! Byrjaði þannig að Nonni hringir og skellir á, þá hringir Þórir og ég er s.s. að fara að vinna á Óperu í kvöld, svo hringir Elva en hún var aðeins of sein, svo hringir Nonni aftur og var ferlega fúll!!! Ég sagði honum að honum væri nú bara nær að hafa skellt á, annars hefði hann náð mér!
Munur að vera svona vinsæl
Bow Down Wave

En nóg í bili..
Over and out - Roger -
ha Roger - já Roger
nei Martha
hehehhíihíhí
Laugh


mánudagur, nóvember 1

Hvað segirðu Katrín? Nennirðu ekki lengur að lesa um þessa guðdómlegu ýsu sem ég borðaði hjá Maríu? Smile

Jæja þá! Ég veit að ég hef ekkert skrifað hérna inná lengi!!! Veit eiginlega ekki hvað ég á að skrifa!
En ég fór vestur um daginn... fyrir ca. 2 vikum síðan og var alveg heila helgi! Mjög fínt!
Svo var hún mamma mín að útskrifast, enn einu sinni, núna 23. október, og auðvitað gerði kella það vel og var með 1. einkunn!!! Ekki að spyrja að því Nerd

En það er komið smá babb í bátinn og mér er ekki búið að líða neitt rosalega vel uppá síðkastið! But life has it's ups and downs! og nú tekur vonandi bjartara við!
Svo er alveg brjálað að gera í skólanum! Búin að vera í verkefnaskilum uppá hverja einustu viku undanfarið. Þarf t.d. að skila uppkasti af ritgerð núna á föstudaginn, á mánudaginn þarf ég að skila 10 bls skýrslu um launamun kynjanna. Pæliði í því, 10 bls um launamun kynjanna, come on!!! Launamunur kynjanna er staðreynd og ég held að hann eigi ekki eftir að jafnast út fyrr en í fyrsta lagi eftir ca 30 ár! Þessi kynjafræði er alveg að gera mig vitlausa, endalaust verið að tala um konur þetta og konur hitt... En enn einu sinni... Karlar og konur eru eðlislega ólík, munurinn liggur ekki í félagsgerðinni heldur líkamanum og því er ekki hægt að breyta! Svo ef við tölum aðeins um launamuninn.... kynin geta bara ekki unnið sömu störfin eins og það er bara staðreynd, svo fyrir utan það að karlar eru búnir að vera miklu lengur en konur á bæði vinnumarkaðinum og í menntakerfinu og þess vegna eru þeir komnir framar en konur!! Feministar: sættið ykkur við þetta!!!!
En, svo við snúum okkur nú að öðru!!! Ég vann síðustu vaktina mína á Caruso á laugardaginn... fékk auðvitað súkkulaðiköku :) Fórum svo á svakalegt djamm (carusoliðið), kíktum fyrst á bar Bianco... það var nú meira ruglið! Strákarnir voru klæddir úr úlpunum því það er "dresscode" á staðnum! svo löbbuðum við einn hring og aftur út.. það er ekki einu sinni dansgólf þarna!!! Þannig að við löbbuðum bara uppá 22 og skemmtum okkur mjög vel þar og fórum ekki þaðan fyrr en seint og um síðir! Svo var bara afslöppun í gær... lá í sófanum frá því ég kom heim af djamminu og þangað til um fimmleytið þegar ég sá að ég varð að fara á fætur og sækja bílinn! En það er svo þægilegt að vera í sófanum þessa dagana því nú er hægt að horfa svo mikið á sjónvarpið því það er allt óruglað!!! Þvílíkur lúxus!!!
Svo núna... er bara lærdómsvika dauðans... finna heimildir fyrir ritgerðina... finna heimildir fyrir launamunsskýrsluna og byrja svo að vinna á Operu á miðvikudaginn!

Þetta eru þó einhver skrif.... bið að heilsa í bili