sunnudagur, janúar 16

Jæja.... var að prófa breytt útlit og ég rústaði alveg síðunni!!! KATRÍN - þú verður að bjarga mér núna...!

Uppgjör ársins!!

Janúar: Eins og vanalega þá segir maður í byrjun árs; ég ætla að verða betri manneskja þetta árið en það síðasta! Gengur það upp?? Hver veit!!
En allavega, þá byrjaði nýja árið auðvitað heima í sælunni! Fór svo suður, ákveðin í því að skella mér í líffræði í Háskólanum, fór inná námsráðgjöf, sá kynningar bækling fyrir Uppeldis- og menntunarfræði og skráði mig í það, eftir 5 mínútna umhugsun og símtal til mömmu :)
Ég og Kalli tókum okkur til og máluðum íbúðina, sem leit út eins og klippt út úr Hús og Hýbýli á eftir! Mánuðurinn leið. Já... svo byrjaði ég náttúrulega í Háskólakórnum.

Febrúar: Ég man nú ekki eftir neinu sérstöku sem átti sér stað í febrúar! Ætli lífið hafi ekki bara haldið áfram sinn vanagang, ég í skólanum og að vinna á Vínbarnum. Svo var náttúrulega hið árlega þorrablót Bolvíkingafélagsins í Reykjavík og nágrenni... alltaf stuð þar :)
En svo gerðist það í lok febrúar að ungur maður (sem ég hafði nú oft horft á!), vatt sér að mér og hóf upp rausn sína.... To be continued

Mars: Þann 2. mars fórum við Steina í partý til frænku hennar og ég og þessi ungi maður ákváðum að mæla okkur mót á skemmtistað síðar um kvöldið, hjartað var á fullu og eins og mín er von og vísa, þegar stressið segir til sín, fékk mín náttúrulega munnræpu, brosverki og roða í kynnarnar og þurrk í munninn!!! Svo leið partýið og allir fóru niðrí bæ, ég var svo frek að ég leiddi alla inná staðinn þar sem hittingurinn átti að eiga sér stað! OG ég og Steinar hittumst í fyrsta ?formlega? skiptið fyrir utan síma og tölvu, smullum saman eins og flís við rass, dönsuðum eins og brjálæðingar og skemmtum okkur alveg frábærlega!! Ég hugsa að ég eigi aldrei eftir að gleyma þessu kvöldi!! Ég meirað segja man í hverju ég var klædd og hvar ég var stödd á dansgólfinu þegar hann labbaði í áttina að mér!! Ekkert smá ?sikk? en er þetta ekki svona í bíómyndunum??
En nú tók við alveg yndislegur mánuður í kúri, vídeóglápi og sælu! Þangað til í lok mánaðarins að gamall eiturpinni skaut upp kollinum og fór að vera með leiðindi, mín litla sál fór þá í smá tætlur, en ég á svo yndislega að, foreldra, Steinar, ættingja og yndislega vini, að ég komst heil út úr þessu!!
Svo var árshátíð hjá Padeiu, rosa stuð og frábær mánuður! (fyrir utan frávik)

Apríl: Voru páskarnir ekki í apríl?? Annaðhvort þá eða í mars, man það ekki. En ég fór s.s. vestur á páskunum og skildi Steinar eftir í bænum. Naut þess auðvitað að hanga heima, liggja í sófanum og bara að vera HEIMA!! Kom svo aftur í bæinn og þá tók það sama við; skóli, vinna og sæla.. Fór í brúðkaup hjá Bogga vini Steina, kynntist vinum hans og fjölskyldunni, alveg frábært að kynnast góðu fólki!!!

Maí: Hefur maður ekki alltaf svolítið blendnar tilfinningar til þessa mánaðar? Prófin, en samt svo stutt í sumarfrí! Svona mánuður gleði, kvíða, tilhlökkunar og allra þessa blendnu tilfinninga sem mannskepnan er búin að búa sér til! En.. ég kláraði s.s. prófin, vissi að ég myndi ekki ná einu þeirra og var því svona semí sátt við önnina ? skólalega séð! Svo vildi svo skemmtilega til að háskólakórinn skellti sér til Slóveníu í söngferðalag (var búin að segja ferðasöguna). Þannig að þetta var viðburðaríkur mánuður, byrjaði að vinna á Caruso.

Júní: Var að vinna í þremur vinnum, s.s. á Caruso, að þrífa hjá Ellý og á Vínbarnum. Mánuðurinn fór að mestu í vinnu, en svo átti ég náttúrulega afmæli og bauð stelpunum heim í rosa veislu a?la Steini, alveg frábært!! Svo fórum við skötuhjú á ættarmót hjá móðurfjölskyldu hans ? alveg frábært og mér svo rosalega vel tekið!!!

Júlí: Hélt áfram að vinna eins og vitleysingur! Svo átti gamli kallinn nú afmæli, þrítugt unglamb! Og var haldið uppá það með stæl á Dillon. Man ekki hvort það var eitthvað fleira afgerandi sem gerðist þennan mánuð?

Ágúst: Hugsar maður ekki alltaf um verslunarmannahelgina þegar maður heyrir ágúst? En ég var að vinna á verslunarmannahelginni, bæði á Caruso og á Vínbarnum, vann eiginlega út í eitt þennan mánuðinn, en fór samt HEIM í heila 2 daga!! Því hún systir mín átti að vera með tónleika!
Svo í lok ágúst fer maður að hugsa um skólann, hann fer að byrja, er ég á réttri braut, hentar þetta nám mér, á ég að halda áfram eða á ég bara að fara að vinna? Og margar fleiri spurningar sem leita á mann!

September: Jæja, skólinn byrjar, ég held áfram að vinna á Caruso en ákveð að hætta á Vínbarnum. Alltaf brjálað að gera hjá Steina og við hittumst ekki mikið :(

Október: Allt í gangi þennan mánuðinn. Ég byrja að vinna á Café Operu og kvaddi með söknuði Caruso liðið!
Í einkalífinu var allt í maski! Mánuðurinn einkenndist af gráti!! ;( Við Steini hættum saman! Ég hvergi sátt með það, en ef því er ætlað að fara á þann veg, verður að hafa það og þýðir ekkert að grenja það endalaust!!!
En þó eru ljósir punktar í lífinu.. vonandi

Nóvember: Enn er hjartað í maski og sjálfsálitið í molum! Við tekur endalaust djamm ? flótti frá raunveruleikanum! Söknuður og einmanaleiki.

Desember: Ég seldi rúmið mitt og kannaði verð á rúmum á nokkrum stöðum... en þar sem ég er fátækur námsmaður hef ég eiginlega ekki efni á því að kaupa mér rúm svona allt í einu, en ég var svo heppin (eins og Dagga frænka sagði alltaf) að Ásrúnu frænku vantaði pössun fyrir rúmið sitt og ég er að geyma það og safna fyrir nýju á meðan. Lúxus :)
Próftíðin!!! Ekki mín besta próftíð, því ég var með hugan einhversstaðar annarsstaðar! Einbeitingin var lítil og ég var eiginlega að frumlesa allt fyrir próf og það veit nú aldrei á gott!!! Fyrsta prófið var kynjafræðin ? heimapróf sem gekk bara alveg ágætlega. Svo kom félagsfræðin.... ekki mitt besta próf ? þó þóttist ég hafa lesið, en ég hringdi í mömmu um leið og ég kom út úr prófinu og sagðist vera að fara í sumarpróf! Næsta próf var inngangur að uppeldis- og menntunarfræði, leið nú aðeins betur í því prófi. Ég var s.s. búin í prófunum 13. des, vann og fór svo heim 21. des. Rosalega gott að koma heim í sæluna J Jólin voru bara alveg rosalega fín, svona eins og jól eiga að vera!! Svo var farið á 2. í jólum ball inná Ísafjörð, svo komu áramótin og þá var líka borðaður góður matur og farið á 16 ára ball niðrí félagsheimili því Óshlíðin var ófær... þetta var nú alveg sæmilegt ball.. en samt svolítið sérstakt að vera að skemmta sér með krökkunum sem maður var að passa þegar maður var lítill!!! Svo var náttúrulega bara allt á kafi í snjó, allt ófært og ég þakkaði guði fyrir að ég hafi ekki farið á bílnum mínum vestur!!

Já.... svona var árið nokkurn veginn ? í stórum dráttum! Ég er alveg örugglega að gleyma fullt af atriðum! En það verður bara að hafa það.
Svo kom ég bara í bæinn á föstudaginn, því ég var fyrir vestan að kenna, 1. bekk, það var s.s. allt í lagi en ekkert sem ég ætla að leggja fyrir mig! Fór í vinnu á laugardaginn og á árshátíð hjá Hard Rock með Jórunni. Árshátíðin byrjaði kl. 22:00, en við komum ekki þangað fyrr en rúml. 1 því við þurftum að spjalla svo mikið :) Djammaði svo fram á morgun og dansaði frá mér allt vit!!
Já, og svo var ég að kaupa mér sófa, loksins á ég minn eigin sófa!!

Ég veit nú ekki alveg hvernig þetta ár verður!! Það verður bara að koma í ljós... en eins og ég sagði í byrjun ætlar maður alltaf að verða betri á nýju ári og er þetta ár engin undantekning! En ég er allavega búin að ákveða eitt ? að núna er það ÉG sem geng fyrir, hætta að hugsa um alla aðra fyrst og hætta að láta einhverja stráka rugla í hausnum á mér!!!

Verður mottó ársins ekki bara: Ég um mig frá mér til mín?